Kínverska og Austur-Asíufrćđi HA og HÍ

 

        欢迎光临冰岛大学和阿库雷里大学中国语言文化学主页

                                               
Á undanförnum áratugum hefur veröldin einkennst öđru fremur af tvenns konar ţróun: annars vegar auknum gagnkvćmum áhrifum heimshornanna á milli og vaxandi hlutdeild markađslögmálanna á sviđum hagsýslu, stjórnmála, samfélagsmála og jafnvel menningarmála sem í sameiningu eru kennd viđ hnattvćđingu; hins vegar síauknu vćgi hins stór-kínverska menningarsvćđis í ţeirri framvindu sem lýtur hnattvćđingunni. Ţessar byltingarkenndu sviptingar hafa opnađ augu Vesturlandabúa fyrir ţeirri nauđsyn ađ öđlast ţekkingu og skilning á hinum framandi kínverska menningarheimi, kínverskum lífsháttum og kínverskum samfélagsađstćđum. En samtímis eru Vesturlandabúar í óđa önn ađ gera sér grein fyrir ţeim mikla fjársjóđi sem felst í hinni fornu og djúpu kínversku menningu. Hvađ sem líđur hnattvćđingunni og sviptingum hennar er ţetta eilífur fjársjóđur sem ekki verđur metinn til fjár, né ćtti hann ađ vera ađgengilegur einungis fáum útvöldum, heldur ćtti mannkyn allt ađ fá ađ njóta hans sér til ţroska og visku.

Frá og međ hausti 2007 verđur bođiđ upp á kínverskunám viđ Háskóla Íslands í samstarfi viđ Háskólann á Akureyri. Unnt verđur ađ taka kínversku sem aukagrein til 30 eininga eđa sem áherslulínu innan Austur-Asíufrćđa (60 eđa 90 einingar).
 

 

AUSTUR-ASÍUFRĆĐI
viđ Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri


Austur-Asíufrćđi taka til sögu, menningar og samfélaga samnefnds heimshluta og einskorđast í meginatriđum viđ Kína, Japan og Kóreuríkin tvö. Ţrátt fyrir margbreytileika svćđisins hafa ţjóđirnar sem ţađ byggja einnig orđiđ fyrir miklum gagnkvćmum áhrifum í aldanna rás.

Vćgi ţessa heimshluta í viđskipta-, stjórnmála- og menningarlegu tilliti hefur fariđ sívaxandi á undanförnum áratugum. Í náminu er lögđ áhersla á ađ nemendur öđlist haldbćran skilning á ađstćđum, einkennum og áhrifum hans í alţjóđavćddum samtímanum.

Nemendur sem taka Austur-Asíufrćđi sem ađalgrein velja sér í upphafi ađ leggja stund á annađ hvort kínversku eđa japönsku. Ađ auki velja ţeir úr ýmsum námskeiđum sem fjalla međal annars um sögu, bókmenntir, kvikmyndir, stjórnmál, efnahagsmál, siđi og venjur ţessara samfélaga.

Vera má ađ einstök námskeiđ verđi kennd viđ Háskólann á Akureyri og ţá í fjarnámi til Háskóla Íslands.

Námsleiđir

Austur-Asíufrćđi má taka til 90 eininga B.A.-gráđu. Ţá eru 60 einingar teknar á Íslandi en 30 einingar annađ hvort viđ samstarfsháskóla í Kína eđa Japan, eđa í Evrópu (í gegnum Nordplus eđa Erasmus nemendaskipti).

Einnig er unnt ađ taka Austur-Asíufrćđi til B.A.-gráđu sem 60 eininga ađalgrein međ 30 eininga aukagrein á öđru sviđi. Ađ minnsta kosti 15 einingar skulu ţá teknar viđ erlendan samstarfsháskóla.

Loks geta nemendur tekiđ Austur-Asíufrćđi sem 30 eininga aukagrein međ 60 eininga ađalgrein á öđru sviđi. Námskeiđin eru öll samfélags- og menningartengd og er ţá ekki bođiđ upp á tungumálanám.

Nám og dvöl í Asíu

Nemendur geta ţreytt hluta náms síns í Kína eđa Japan. Standa ţar ýmsir möguleikar til bođa ţar sem háskólarnir hafa gert tvíhliđa samninga viđ fjölmarga háskóla í báđum löndum.

Einnig bjóđa kínversk og japönsk stjórnvöld upp á námsstyrki fyrir tvo nemendur árlega. Til viđbótar er í bođi styrkur til náms í Taiwan. Almennt eru allir ţessir styrkir ćtlađir nemendum sem komnir eru nokkuđ áleiđis í námi.

Japönsk stjórnvöld veita auk ţess nokkrum nemendum sem leggja stund á japönsku styrki til ađ fara í tveggja vikna námsferđ til Japans. Einnig býđur IJCE (Iceland Japan Cultural Exchange) nokkrum nemendum ađ taka ţátt í stúdentaţingi í Japan og á Íslandi ár hvert.

Loks geta háskólarnir ađstođađ nemendur viđ ađ sćkja sumarnámskeiđ í Asíu.

Menningar- og félagslíf

Til viđbótar viđ námskeiđin skipuleggja kennarar og nemendur námsleiđarinnar í Austur-Asíufrćđum ýmsa menningarviđburđi. Viđburđum ţessum er bćđi ćtlađ ađ dýpka skilning nemenda og almennings á Austur-Asíu og vekja athygli á náminu. Margir ţeirra eiga sér stađ í samvinnu viđ stofnanir á borđ viđ Asíuver Íslands (ASÍS).

Nánari upplýsingar um námsframbođ er ađ finna í kennsluskrá Háskóla Íslands

 

 

Námskeiđ í bođi á skólaárinu 2006-7

Eftirfarandi námskeiđ verđa í bođi Háskólans á Akureyri á komandi skólaári. Ţau eru ţáttur í sameiginlegri námsleiđ Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands í Austur-Asíufrćđum. Umsjón međ námskeiđum HA hefur Símenntun Háskólans á Akureyri.

Haustönn 2006:

 

Kínverska I.A – KÍN0175 (5e)

 

Umsjón/Kennari: Yongmei Ruan M.A.

 

Í ţessu námskeiđi verđur kennd stöđluđ kínverska (putonghua) fyrir byrjendur. Nemendur öđlast getu í ađ skilja og tjá sig í öllum formum kínversku, hlustun, talmáli, lestur og skrift. Ađ námskeiđi loknu ćttu nemendur ađ hafa gott vald á um 300 kínverskum orđum og orđasamböndum og geta skiliđ og ritađ nokkur algeng kínversk tákn. Kennsla fer fram á ensku.

 

Námskeiđiđ fer fram tvisvar í viku frá klukkan 16:15-18:45 (3 x 45 mínútur). Kennt verđur í stađarkennslu viđ Háskólann á Akureyri og í gegnum fjarfundarbúnađ til Háskóla Íslands. Samtals verđa kenndir 72 tímar.

 

Námsgögn: Contemporary Chinese. Ţetta eru samtals ţrjár bćkur og ţrír geisladiskar sem samtals kosta 4500 krónur. Símenntun Háskólans á Akureyri sér um sölu gagnanna og mun skráđum nemendum verđa tilkynnt hvernig standa skuli ađ greiđslu.

 

Verđ námskeiđs: Tilkynnt síđar. Frítt fyrir nemendur HA og HÍ. Hér má nálgast skráningareyđublađ.

 

Kínverska I.B – KÍN0172 (2e)

 

Umsjón/Kennari: Yongmei Ruan M.A.

 

Ţetta námskeiđ er framhald námskeiđsins KÍN0173 sem kennt var á vorönn 2006. Ţađ er einungis kennt í stađarkennslu viđ Háskólann á Akureyri og fer fram einu sinni í viku frá 16:15-18:45 (3 x 45 mínútur).

 

Námsgögn: Contemporary Chinese.

 

Kínverskar bókmenntir – KÍN0773 (3e)

 

Umsjón/Kennari: Hjörleifur Sveinbjörnsson

 

Kennt verđur frá Háskóla Íslands og fjarkennt til Háskólans á Akureyri.

 

Námslýsing berst síđar

 

Verđ námskeiđs: 45.000 krónur. Frítt fyrir nemendur HA og HÍ. Hér má nálgast skráningareyđublađ.

 

Vorönn 2007:

 

Kínverska I.A – KÍN0173 (3e)

 

Umsjón/Kennari: Yongmei Ruan M.A.

 

Í ţessu námskeiđi verđur kennd stöđluđ kínverska (putonghua) fyrir byrjendur. Nemendur öđlast getu í ađ skilja og tjá sig í öllum formum kínversku, hlustun, talmáli, lestur og skrift. Ađ námskeiđi loknu ćttu nemendur ađ hafa gott vald á um 300 kínverskum orđum og orđasamböndum og geta skiliđ og ritađ nokkur algeng kínversk tákn. Kennsla fer fram á ensku.

 

Námskeiđiđ hefst 22. janúar og er kennt á mánudögum frá klukkan 16:15-18:45 (3 x 45 mínútur). Kennt verđur í stađarkennslu viđ Háskólann á Akureyri og í gegnum fjarfundarbúnađ til Háskóla Íslands (fjarfundarstofa Odda). Samtals verđa kenndir 36 tímar.

 

Námsgögn: Contemporary Chinese. Ţetta eru samtals ţrjár bćkur og ţrír geisladiskar sem samtals kosta 4500 krónur. Símenntun Háskólans á Akureyri sér um sölu gagnanna og mun skráđum nemendum verđa tilkynnt hvernig standa skuli ađ greiđslu.

 

Verđ námskeiđs: Tilkynnt síđar. Frítt fyrir nemendur HA og HÍ. Hér má nálgast skráningareyđublađ.

 

Kínverska 1.B – KÍN0183 (3e)

 

Umsjón/Kennari: Yongmei Ruan M.A.

Ţetta námskeiđ er framhald námskeiđsins KÍN0175 frá haustönn 2006. Ţađ hefst 25. janúar og er kennt á fimmtudögum frá klukkan 16:15 til 18:45 (3 x 45 mínútur). Kennt verđur í stađarkennslu viđ Háskólann á Akureyri og í gegnum fjarfundarbúnađ til Háskóla Íslands (fjarfundarstofa Odda). Samtals verđa kenndir 36 tímar. Námsefni: Contemporary Chinese 2.

 

Viđskipti viđ Kína – KÍN0473 (3e)

 

Umsjón: Magnús Björnsson M.A.

 

Kennarar: Magnús Björnsson og fleiri.

 

Kína hefur tekiđ viđ af Bandaríkjunum sem land tćkifćranna. Ţessi fjölmennasta ţjóđ heimsins er nú ekki einungis ađlađandi fyrir frambođ af ódýru vinnuafli, heldur einnig vegna hinnar ört vaxandi auđugu millistéttar sem veldur ţví ađ landiđ er óđum ađ verđa stćrsti neyslumarkađur heims. En hvernig er best ađ komast inn á ţennan markađ og hvernig er vćnlegast ađ hegđa sér ţegar ţangađ er komiđ? Kína er okkur ekki einungis framandi, heldur einnig afar flókiđ og margbrotiđ samfélag sem er ađ breytast međ ógnarhrađa. Í ţessu námskeiđi verđur einkum tekiđ á hagnýtum úrlausnarefnum ţess ađ stunda viđskipti viđ Kína. Hvers ber ađ gćta? Hvar eru áhćtturnar mestar? Hvers kyns hegđun er líklegri til árangurs? Ađ námskeiđinu koma einstaklingar sem hafa mikla og beina reynslu af ţví ađ stunda viđskipti í Kína.

 

Námskeiđiđ er kennt frá Reykjavík og fjarkennt til Háskólans á Akureyri. Samtals verđa kenndir 36 tímar.

 

Námsgögn:

 

Tim Ambler og Morgan Witzel. Doing Business in China. 2. útgáfa. London/New York: Routledge/Curzon, 2003.

 

Scott D. Seligman. Chinese Business Etiquette: A Guide to Protocol, Manners and Culture in the People's Republic of China. New York: Warner Books, 1999.

 

Verđ námskeiđs: 45.000 krónur. Frítt fyrir nemendur HA og HÍ. Hér má nálgast skráningareyđublađ.

 

Austur-Asía: Söguleg ţróun, nútímavćđing og vestrćnar túlkanir – KÍN0973 (3e)

 

Umsjón/Kennari: Jóhann Páll Árnason Ph.D.

 

Námskeiđiđ tekur einkum á eftirfarandi efnisatriđum

1.      Austur-Asía sem sögusvćđi.

2.      Samanburđur Max Weber á evrópskum og austur-asískum menningarheimum.

3.      Frćđilegar og sögulegar skýringar á uppgangi kapítalismans í Austur-Asíu (Japan, Taiwan, Suđur-Kórea)

4.      Kenningin um ţróunarríkiđ.

5.      Tilraunir til ađ rekja austur-asíska nútímavćđingu og kapítalíska ţróun til konfúsískra hefđa.

6.      Endurkoma Kína eftir 1978 – kommúnisminn og leiđ Kínverja út úr honum.

7.      Hugleiđingar um Austur-Asíu sem menningarheim.

 

Bókalisti verđur kynntur síđar.

Verđ námskeiđs: 45.000 krónur. Frítt fyrir nemendur HA og HÍ. Hér má nálgast skráningareyđublađ.

Auk ţessara námskeiđa viđ Háskólann á Akureyri býđur Háskóli Íslands upp á námskeiđ sem snúa sérstaklega ađ japanskri menningu og samfélagsgerđ. Öll námskeiđin verđa gerđ ađgengileg í gegnum fjarnám til Háskólans á Akureyri. Um er ađ rćđa eftirfarandi námskeiđ:

Haustönn 2006

05.77.03 - Japönsk Saga (2,5e)

05.77.04 - Japanskt ţjóđfélag og menning (2.5e)

Vorönn 2007

05.77.13 - Japanskar bókmenntir (2,5e)

05.77.14 - Japanskar kvikmyndir (2,5e)

Frekari upplýsingar á heimasíđu japanskra frćđa viđ Háskóla Íslands: