Námskeiđ í Asíu sumariđ 2007:

 

 

Sumarnámskeiđ í kínversku viđ Háskólann í Ningbo

Sumarnámskeiđ á Indlandi á vegum Nordic Centre in India

    „Indland samtímans“, Hyderabad

    „Lýđfrćđi, kyn og ćxlunarheilsa“, Mumbai

    „Nálgun umhverfisins á Indlandi“, Bangalore

 

 

Sumarnámskeiđ í kínversku viđ Háskólann í Ningbo

 

Bođiđ verđur upp á námskeiđ í kínversku í Kína sumariđ 2007. Námskeiđin henta sérstaklega háskóla- og menntaskólanemum en eru öllum opin. Kennslan fer fram í Ningbo háskóla í borginni Ningbo í Zhejiang hérađi á austurströnd Kína.

 

Kennslan:

Um er rćđa alls 80 kennslustundir sem kenndar eru á einum mánuđi í júlí 2007. Kennarar eru allir sérmenntađir kínverskukennarar sem hafa mikla reynslu af ţví kenna útlendingum. Í námskeiđunum nemendur alhliđa tungumálakennslu sem miđar ţví gera ţeim kleift bjarga sér í daglegu lífi í Kína, lesa og skrifa einfalt kínverskt ritmál og öđlast betri skilning á kínversku samfélagi.

Á međan á dvöl ţeirra stendur gefst nemendum kostur á hitta háskólanema viđ Ningbo-háskóla, t.d. í ţví skyni hafa tungumálaskipti (enska-kínverska). Slík skipti eru algengur og oft afar árangursríkur kostur fyrir ţá sem vilja bćta kínverskukunnáttu sína fljótt og vel.

 

Stađurinn:

             

 

Ningbo er nútímaleg kínversk iđnađarborg á austurströndinni sem hefur ţróast mjög á undanförnum tveimur áratugum. Í borginni búa yfir 5 milljónir manna og hún hýsir fjölmörg erlend fyrirtćki, enda er hafnarađstađa hennar međ ţví besta sem völ er á í Kína. Ţrátt fyrir nútímalegt yfirbragđ á borgin sér langa sögu og hefur alla tíđ leikiđ mikilvćg hlutverk sem hafnarborg. Á 5. öld tóku Kóreubúar leggja leiđ sína um hana á leiđ sinni til Nanjing (ţá kölluđ Jiankang) en hún var höfuđborg hins svokallađa Suđrćna keisaraveldis (Nanchao). Á 11. öld varđ Ningbo miđstöđ strandferđa og viđskipta á svćđinu og efldist ţetta hlutverk ţegar Hangzhou varđ höfuđborg Song-keisaraveldisins áriđ 1127. Borgin hélt mikilvćgi sínu ţar til á seinni hluta 14. aldar ţegar siglingar út í heim voru lagđar niđur. Í kjölfariđ var hćtt smíđa stór skip og ţví veiktust varnir borgarinnar en ţetta nýttu sér japanskir sjórćningjar sem réđust á hana margsinnis. Međ komu portúgalskra sćfara efldist hún á sem viđskiptaborg og síđar sem miđstöđ bankaviđskipta allt ţar til um miđja 19. öld ţegar Shanghai tók viđ hlutverki hennar sem mesta viđskiptaborg Kína á austurströndinni. Međ opnun Kína 1978 hefur Ningbo aftur fundiđ sér leiđ inn í viđskiptaheiminn og hún ţykir sérstaklega ađlađandi á međal ţeirra sem taka fyrstu skrefin í viđskiptum í Kína.

Veđurfariđ í Ningbo er milt hitabeltisloftslag međ monsúnvindum og greinilegum árstíđum. 500 kílómetra löng strandlengja hennar ţykir ađlađandi og rómantísk og í nágrenninu eru falleg stöđuvötn. Borgin er stutt frá Shanghai, mestu viđskipta- og framúrstefnuborg Kína, en einnig í seilingarfjarlćgđ frá hinum fornu og fögru menningarborgum Hangzhou og Suzhou sem prýddar eru hefđbundnum kínverskum görđum og fallegum vötnum.

Ţótt orđrómur gangi um borgina hún róleg "svefnborg" hefur margt breyst á undanförnum árum og nćturlíf hennar er međ fjölbreyttasta móti. Sjá nánar um borgina á eftirfarandi vefslóđum: http://www.ningbo.gov.cn og http://ningboguide.com/.

Háskólinn:

              

Ningbo-háskóli er ungur og athafnamikill háskóli sem ţegar hefur aflađ sér viđurkenningar í menntaheiminum. Ţetta er alhliđa háskóli međ 17 deildum og hefur upp á bjóđa fjöldann allan af námsgreinum. Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands eru um ţessar mundir efla samstarf sitt viđ skólann. Sjá nánar: http://icnbu.nbu.edu.cn/intl.

 

Ferđir:

  

Shanghai - miđborgin viđ Chiang Jiang ána       Hangzhou ađ nćturlagi                                   Suzhou - Feneyjar austursins                           Búddagyđjan Guanyin á Putuo-eyju

 

Á međan á námsdvölinni stendur verđa skipulagđar ferđir til nćrliggjandi stađa um helgar. Ţátttaka í ţessum ferđum er ekki innifalin í námskeiđsgjaldi. Um er rćđa eftirfarandi stađi:

- Shanghai: nútímalegustu og framsćknustu borg Kína - og ţótt víđar vćri leitađ.

- Hangzhou og Suzhou - gullfallegar og fornar menningarborgir í Suđaustur-Kína sem frćgar eru fyrir garđa sína og stöđuvötn.

- Putuo-eyja: ein af hinum fjórum búddísku konungsríkjum í Kína međ grćnum engjum, gullnum ströndum og búddistahofum.

 

Kostnađur:

Áriđ 2006 var námskeiđskostnađur 400 Bandaríkjadalir á nemanda og gert er ráđ fyrir svipuđu verđi fyrir áriđ 2007. Ţetta verđ felur í sér kennslu, námsgögn, skipulagđar athafnir međ nemendum á stađnum og sýnisferđ til Beilun hafnar sem er ein stćrsta höfnin í Kína.

Ningbo-háskóli býđur nemendum upp á gistingu í einkaherbergi á háskólalóđinni fyrir um 6 Bandaríkjadali á dag. Í herberginu er sími, vifta, salerni, sturta, sjónvarp, veftenging og ađgangur er sameiginlegu eldhúsi og ţvottaherbergi.

Allan annan kostnađ, ţ.e. ferđakostnađ frá Íslandi til Ningbo, vegabréfsáritun, sjúkratryggingu og fćđi, verđa nemendur greiđa sjálfir. Til greina kemur sćkja nemendur á flugvöllinn í Shanghai.

 

Skráning:

Skráningareyđublađ skal útfyllt og sent til Yongmei Ruan, Háskólanum á Akureyri, Sólborg v/Norđurslóđ, 600-Akureyri. Hún veitir einnig nánari upplýsingar og tekur viđ hvers kyns tillögum og ábendingum í netfanginu ruan@unak.is eđa síma 4608994. Síđasti dagur skráningar er 30. apríl 2007.

 

 

Námskeiđ á vegum Nordic Centre in India

 

                 

 

Nemum viđ Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands gefst nú í fyrsta skipti kostur á ađ sćkja námskeiđ sem Nordic Centre in India hefur frumkvćđi um ađ skipuleggja. Námskeiđin eru haldin í borgunum Hyderabad, Mumbai og Bangalore. Vegna mikillar ađsóknar hefur reynst nauđsynlegt ađ setja hámarksfjölda á ţátttakendur frá hverju landi Norđurlandanna. Ađ ţessu sinni geta ţrír nemendur viđ HA og HÍ tekiđ ţátt í hverju hinna ţriggja námskeiđa. Umsóknarfrestur er til 12. mars nk. Allar frekari upplýsingar, t.d. um kostnađ og fyrirkomulag, er ađ finna á heimasíđu Nordic Centre in India. Öđrum fyrirspurnum má beina til forstöđukonu Nordic Centre, Mirju Juntunen (mirja.juntunen@lingfil.uu.se), eđa forstöđumanns Asíuvers Íslands (ASÍS), Geir Sigurđssonar (geirs@unak.is).

 

Umsóknarferli:

 

Ekki er um formleg umsóknareyđublöđ ađ rćđa. Umsóknir skulu fela í sér eftirfarandi:

 

1. Bréf sem tilgreinir ástćđu fyrir ţví ađ vilja taka ţátt í námskeiđinu og tiltekur bakgrunn umsćkjanda í háskólanámi (eđa öđru sambćrilegu)

2. Ljósrit af nemendaskírteini eđa öđru sem stađfestir skráningu umsćkjanda í Háskólann á Akureyri eđa Háskóla Íslands

3. Ferilskrá eđa önnur sambćrileg og/eđa tengd gögn

4. Stađfest yfirlit námsferils

 

Umsóknum skal skilađ til Alţjóđaskrifstofu háskólastigsins, Neshaga 16, 107-Reykjavík.

 

 

„Indland samtímans“

Sumarnámskeiđ fyrir norrćna háskólanema viđ Háskólann í Hyderabad, 1.-28. júlí

 

Ţetta spennandi fjögurra vikna námskeiđ gefur ţátttakendum kost á ađ komast í beint samband viđ fjölmennasta lýđrćđisríki heims, jafnt heillandi hliđar ţess sem helstu vandamál. Ţátttakendur fá innsýn inn í helstu úrlausnarefni landsins og verđa kynntir fyrir litskrúđugri menningu og samfélagsháttum Indverja. Efni námskeiđsins eru eftirfarandi:

 

1. Inngangur: Margbreytileiki Indlands

2. Stjórnmálakerfiđ og ţjóđernismál

3. Heimsvćđingin og efnahagsmál, međ sérstöku tilliti til borgarinnar Hyderabad

4. Ţróun, umhverfismál og mannréttindi

5. Indverskar bókmenntir og kvikmyndir

 

Nánari lýsing og upplýsingar ađ finna hér.

 

„Lýđfrćđi, kyn og ćxlunarheilsa“

Inngangur ađ lýđfrćđi Indlands, Mumbai, 8. júlí-4. ágúst

 

Nordic Centre in India skipuleggur ţetta námskeiđ í samvinnu viđ The International Institute for Population Studies (IIPS) í stórborginni Mumbai. Ţađ er ţverfaglegt og opiđ háskólanemum í jafnt grunn- sem framhaldsnámi. Nánari lýsing og upplýsingar ađ finna hér.

 

 

„Nálgun umhverfisins á Indlandi“

Nýjar kenningar og nálganir í rannsókn á samskiptum náttúru og samfélags,

Bangalore 23. júlí-23. ágúst

 

Í hinum óstöđvandi „sílíkon-dal“ Indlands, Bangalore, fer fram ţetta ţverfaglega námskeiđ um umhverfismál Indlands, sem skipulagt er af Nordic Centre in India og Institute for Social and Economic Change (ISEC). Námskeiđiđ er opiđ háskólanemum í framhaldsnámi viđ norrćnar háskólastofnanir. Ţađ er ţverfaglegt og einbeitir sér ađ efnahagslegum, samfélagslegum og pólitískum hliđum náttúruverndar sem og sjálfbćrri ţróun. Nánari lýsing og upplýsingar ađ finna hér.