Asíuver Íslands (ASÍS)

 

Asíuveri Íslands var formlega komið á legg þann 16. desember 2005 af Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands. Eins og nafnið gefur til kynna felst hlutverk þess í því að standa að og skipuleggja rannsóknir og menntastarfsemi sem snýr að Asíu. ASÍS er þar með ætlað að stuðla að auknum áhuga íslensks menntafólks að álfunni og þar með auknum skilningi Íslendinga á henni almennt.

 

Hnattvæðingin með hröðum samskipta- og ferðamáta nútímans hefur gert að verkum að Asía er ekki eins fjarlæg Íslandi og áður var og ýmsum kann e.t.v. að finnast enn. Gagnkvæm áhrif fjarlægustu landa eru nú meiri en nokkru sinni fyrr og því er það mikið hagsmunamál að hafa skilning á forsendum þeirra áhrifa sem valda hvað mestu. Í nánustu framtíð mun hlutur Asíu fara óðum vaxandi á öllum sviðum heimsmála - viðskiptum, stjórnmálum og menningarmálum - 21. öldin er öld Asíu.

 

Eitt af meginhlutverkum Asíuversins er að skipuleggja og hafa umsjón með B.A. námi í Asíufræðum sem Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri standa sameiginlega að. Asíufræði skiptast í nokkrar áherslulínur samkvæmt land- og menningarsvæðum. Þegar er boðið upp á austur-asíska áherslulínunu en einnig er ráðgert að hefja kennslu í suður-asískum fræðum við Háskóla Íslands innan skamms.

 

Asíuverið stendur einnig fyrir ráðstefnum, málþingum og fyrirlestrum sem tengjast málefnum Asíu. Fyrsta ráðstefna þess var haldin 11. nóvember 2006 en var það málþing um tímabil Mao Zedong sem haldið var við Háskóla Íslands í samstarfi við Kínversk-íslenska menningarfélagið. Sjö erlendir og tveir innlendir fyrirlesarar héldu aðgengileg og fróðleg erindi um ýmis efni sem tengjast tímabili Maos í Kína. Næsti stóri viðburðurinn verður ráðstefna um kynjatengda Asíufræði sem haldin er í samstarfi við hin norrænu samtök Gendering Asia Network. Einnig er ráðgert að standa að fjölmörgum fyrirlestrum og annars konar uppákomum á hinu akademíska ári 2006-7. Sjá krækjuna „viðburði“ hér vinstra megin.

 

Loks starfar Asíuverið náið með öðrum rannsóknarstofnunum sem tengjast Asíu. Ber þar helst að nefna Norrænu Asíustofnunina (NIAS) í Kaupmannahöfn sem er tengill þess við aðrar norrænar menntastofnanir. Asíuverið er í þann veginn að byggja upp önnur samstarfsnet, til að mynda við asíska háskóla og námsleiðir í Asíufræðum í Evrópu. Í framtíðinni er stefnt að því að Asíuverið verði upplýsingamiðstöð um Asíu og nám í Asíu og jafnvel alhliða miðstöð fyrir íslensk-asísk samskipti.

 

Frekari upplýsingar veitir Geir Sigurðsson, forstöðumaður. Netfang: geirs@unak.is - sími: 4608574.

 

 

 

 

Asíuver Íslands (ASÍS) – The Icelandic Centre for Asian Studies

 

The Icelandic Centre for Asian Studies was formally founded on 16 December 2005 by the University of Akureyri and the University of Iceland. As the name of the Centre suggests, its role is to initiate and coordinate research and education concerning the Asian region. Until the foundation of ASIS, there has been no particular venue to conduct Asian research and studies in Iceland, which has had the unfortunate consequence that the region has gained scarce attention by Iceland-based scholars. A seminal task of ASIS is to change this fact.

 

Asia is not as distant from Iceland as it used to be. Globalization and the ease and speed of modern transportation and communication brings the region straight into our own backyard – or ours into theirs. The chief mission of ASIS is to promote understanding of the Asian region among Icelandic scholars, professionals and public in order to be better capable of taking care of our ever-expanding, increasingly common backyard.

 

One of the Centre’s first and most important projects is to plan and coordinate the two universities’ mutual B.A. programme in East-Asian studies. The programme, which will formally commence in 2007, will combine the Japanese minor currently offered at the University of Iceland and the courses in Chinese studies launched by the University of Akureyri in the spring semester of 2006. Visiting lecturers from neighbouring Scandinavian and European universities will complement these courses to make the first programme in East-Asian studies in Iceland a strong and attractive one.

 

It is further planned to construct a South Asian studies programme at the University of Iceland in the near future. The Centre will contribute to this task by coordinating preparations, establishing contacts and gathering relevant information.

 

ASIS is also a venue for conferences, workshops and individual lectures on Asian issues. The Centre's first conference was held on 11 November in collaboration with the Icelandic-Chinese Culture Society (KÍM), but this was a conference on the Mao Zedong era in China, commemorating that 30 years had passed since Maos death in September. Seven scholars from American, British, German and Swiss academic institutions and two independent Icelandic scholars gave accessible and fascinating presentations on political, historical, philosophical, linguistic and poetic aspects related to the Mao Zedong era.

 

In june 2007, the Centre will organize a conference on Asia-related gender issues in collaboration with Gendering Asia, a Scandinavian based organization. Anticipated is also a workshop with the Icelandic business community on the unexplored opportunities in Asia for Icelanders as well as Asian opportunities in Iceland.

 

There is a long list of potential lectures to be given at the Centre during the academic year 2006-7, predominantly on East Asian and South Asian social and cultural issues. The lecturers are from Europe, N-America and Asia. ASIS welcomes other suggestions for lectures in Iceland.

 

ASIS further closely collaborates with other research institutes with an emphasis on Asia, such as the Nordic Institute of Asian Studies – NIAS. ASIS is a member of the Nordic NIAS Council, which provides it with direct access to the most important Scandinavian educational institutions with a focus on Asia. It is currently seeking to construct further networks, e.g. with Asian universities and Asian programmes in Europe. In the near future, ASIS ought to serve as a networking resource for education and information on the Asian region, and an all-inclusive communication centre for Icelandic-Asian interactions.

 

The contact person at the Icelandic Centre for Asian Studies is Geir Sigurdsson, Director. E-mail: geirs@unak.is, Phone: (+354) 4608574


 

Home