Asíufrćđi međ Austur-Asíu sem áherslulínu - samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri

 

Eins og nafniđ gefur til kynna er viđfang Asíufrćđi svćđiđ sem tilheyrir heimsálfunni Asíu. Ţar sem Asíufrćđi eru svćđisbundin frćđi gera ţau kröfu til nemenda um mikla víđsýni og ţverfagleika en ekki síđur djúphygli. Fyrsta námslínan sem sneri ađ Asíu á Íslandi var japanska viđ Háskóla Íslands og hefur hún veriđ kennd síđan áriđ 2003. Háskólinn á Akureyri bćtti síđan viđ kínversku á vorönn 2006. Nú hafa skólarnir tekiđ saman höndum og ákveđiđ hefur veriđ ađ bjóđa í fyrsta skipti Asíufrćđi til B.A. gráđu frá og međ hausti 2007. Í fyrstu verđa áherslulínur einungis myndađar á grundvelli ţess náms sem er ţegar til stađar, ţ.e. bođiđ verđur upp á japönsku sem ađal- eđa aukagreinar viđ Háskóla Íslands, kínversku sem aukagreinar viđ Háskólann á Akureyri, og áherslulínunnar Austur-Asía viđ báđa skóla.

 

Ţessi síđastnefnda áherslulína tekur til samfélaga og menninga Kína, Mongólíu, Norđur og Suđur Kóreu, Japans og Taívan. Ţótt landfrćđileg skipting sem vísar til höfuđátta sé jafnan ađ nokkru leyti gjörrćđisleg og byggi einkum á hagkvćmri skiptingu fyrir ríkjandi stórveldi hvers tíma hafa menningarlegir og sögulegir ţćttir ofangreindra ţjóđa skarast svo mjög ađ vel er viđ hćfi ađ hafa ţćr saman í einni áherslulínu, enda er ţađ í samrćmi viđ skipulag í ćđri menntastofnunum um allan heim. Međ hinum margbrotnu og öru samskiptum sem tíđkast í nútímanum, og auknum áhrifum ţjóđanna á milli, er auk ţess erfitt ef ekki vonlaust verk ađ ćtla sér ađ öđlast fullnćgjandi skilning á einni ţeirra án ţess ađ taka áhrif hinna til einhverrar athugunar.

 

Samtímis er augljóst ađ vćgi ţjóđanna er mismikiđ í atburđarás nútímans. Í viđskiptaheiminum og á vettvangi alţjóđastjórnmála leikur Mongólía til dćmis ekki jafn stórt og áhrifamikiđ hlutverk og Japan. Međ ţví ađ samnýta krafta sína og ţekkingu munu Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri leggja áherslu á ţau ríki sem valda hvađ mestu á alţjóđavettvangi, ţ.e. Japan og Kína, auk Taívan. Bođiđ verđur upp á nám í kínverskri og japanskri tungu en einnig verđa í bođi námskeiđ sem taka á sögu, menningu, viđskiptalífi og stjórnmálum ţessara ríkja. Einnig verđa skipulögđ námskeiđ sem taka ađ einhverju leyti til hinna landanna.

 

Eftirfarandi námskeiđ verđa kennd á komandi skólaári (2006-7):

 

Haustönn 2006:

 

Kínverska I.A – KÍN0175 (5e)

 

Umsjón/Kennari: Yongmei Ruan M.A.

 

Í ţessu námskeiđi verđur kennd stöđluđ kínverska (putonghua) fyrir byrjendur. Nemendur öđlast getu í ađ skilja og tjá sig í öllum formum kínversku, hlustun, talmáli, lestur og skrift. Ađ námskeiđi loknu ćttu nemendur ađ hafa gott vald á um 300 kínverskum orđum og orđasamböndum og geta skiliđ og ritađ nokkur algeng kínversk tákn. Kennsla fer fram á ensku.

 

Námskeiđiđ fer fram tvisvar í viku frá klukkan 16:15-18:45 (3 x 45 mínútur). Kennt verđur í stađarkennslu viđ Háskólann á Akureyri og í gegnum fjarfundarbúnađ til Háskóla Íslands. Samtals verđa kenndir 72 tímar.

 

Námsgögn: Contemporary Chinese. Ţetta eru samtals ţrjár bćkur og ţrír geisladiskar sem samtals kosta 4500 krónur. Símenntun Háskólans á Akureyri sér um sölu gagnanna og mun skráđum nemendum verđa tilkynnt hvernig standa skuli ađ greiđslu.

 

Kínverska I.B – KÍN0172 (2e)

 

Umsjón/Kennari: Yongmei Ruan M.A.

 

Ţetta námskeiđ er framhald námskeiđsins KÍN0173 sem kennt var á vorönn 2006. Ţađ er einungis kennt í stađarkennslu viđ Háskólann á Akureyri og fer fram einu sinni í viku frá 16:15-18:45 (3 x 45 mínútur).

 

Námsgögn: Contemporary Chinese.

 

Kínversk nútímamenning – KÍN0373 (3e)

 

Umsjón: Geir Sigurđsson Ph.D.

 

Kennarar: Geir Sigurđsson og fleiri.

 

Kínversk efnahagsáhrif hafa aukist jafnt og ţétt á Vesturlöndum og fara ţau áhrif ekki fram hjá neinum vestrćnum međalneytanda, enda gífurlega hátt hlutfall neysluvarnings í veröldinni framleitt í Kína. Sumir líta á ţessa ţróun sem ógnun en ađrir sjá í henni fjölda tćkifćra. En Kína er ekki einungis risastór framleiđslu- og viđskiptamarkađur, heldur hugsanlega elsta samkvćma menning veraldar – menning sem á Vesturlöndum hefur jafnan ţótt leyndardómsfull og forvitnileg. Ţessu námskeiđi er ćtlađ ađ veita nokkra innsýn inn í helstu hliđar kínverskrar menningar međ sérstaka áherslu á nútímann, sögulegar forsendur hennar og ţćr breytingar sem ţar hafa átt og eiga sér stađ um ţessar mundir. Leitast verđur viđ ađ skilja orđiđ „menning“ breiđum skilningi og verđur ţví veitt yfirlit yfir landfrćđilega ţćtti og helstu ţjóđarhópa, ágrip af seinni tíma sögu landsins og stjórnmálaástandi. Einnig verđur fjallađ um nokkur ţeirra helstu úrlausnarefna sem ţjóđin á viđ ađ stríđa, s.s. mannfjölgun, efnahagslega misskiptingu, umhverfismál, „nútímavćđingu“ og uppbyggingu réttarkerfis. Síđast en ekki síst verđur tekiđ á heimspeki, trúarbrögđum, bókmenntum, kvikmyndum, málefnum fjölskyldunnar og stöđu kvenna.

 

Námskeiđiđ fer fram á hverjum miđvikudegi frá klukkan 16:15-18:45. Kennt verđur í stađarkennslu viđ Háskólann á Akureyri og í fjarkennslu til Háskóla Íslands. Samtals verđa kenndir 36 tímar.

 

Námsgögn:

 

Gamer, Robert E. (Ritstjóri): Understanding Contemporary China. Second Edition. Boulder/London: Lynne Rienner, 2003.

 

Annađ lesefni sem kennarar gera ađgengilegt jafnóđum

 

Kínverskar bókmenntir – KÍN0773 (3e)

 

Umsjón/Kennari: Hjörleifur Sveinbjörnsson

 

Kennt verđur frá Háskóla Íslands og fjarkennt til Háskólans á Akureyri.

 

Námslýsing berst síđar

 

Vorönn 2007:

 

Kínverska 2.A – KÍN0275 (5e)

 

Umsjón/Kennari: Yongmei Ruan M.A.

Ţetta námskeiđ er framhald námskeiđsins KÍN0175 frá haustönn 2006. Ţađ fer fram tvisvar í viku frá klukkan 16:15-18:45 (3 x 45 mínútur). Kennt verđur í stađarkennslu viđ Háskólann á Akureyri og í gegnum fjarfundarbúnađ til Háskóla Íslands. Samtals verđa kenndir 72 tímar. Námsefni: Contemporary Chinese 2.

 

Nánari lýsing síđar.

 

Viđskipti viđ Kína – KÍN0473 (3e)

 

Umsjón: Magnús Björnsson M.A.

 

Kennarar: Magnús Björnsson og fleiri.

 

Kína hefur tekiđ viđ af Bandaríkjunum sem land tćkifćranna. Ţessi fjölmennasta ţjóđ heimsins er nú ekki einungis ađlađandi fyrir frambođ af ódýru vinnuafli, heldur einnig vegna hinnar ört vaxandi auđugu millistéttar sem veldur ţví ađ landiđ er óđum ađ verđa stćrsti neyslumarkađur heims. En hvernig er best ađ komast inn á ţennan markađ og hvernig er vćnlegast ađ hegđa sér ţegar ţangađ er komiđ? Kína er okkur ekki einungis framandi, heldur einnig afar flókiđ og margbrotiđ samfélag sem er ađ breytast međ ógnarhrađa. Í ţessu námskeiđi verđur einkum tekiđ á hagnýtum úrlausnarefnum ţess ađ stunda viđskipti viđ Kína. Hvers ber ađ gćta? Hvar eru áhćtturnar mestar? Hvers kyns hegđun er líklegri til árangurs? Ađ námskeiđinu koma einstaklingar sem hafa mikla og beina reynslu af ţví ađ stunda viđskipti í Kína.

 

Námskeiđiđ er kennt frá Reykjavík og fjarkennt til Háskólans á Akureyri. Samtals verđa kenndir 36 tímar.

 

Námsgögn:

 

Tim Ambler og Morgan Witzel. Doing Business in China. 2. útgáfa. London/New York: Routledge/Curzon, 2003.

 

Scott D. Seligman. Chinese Business Etiquette: A Guide to Protocol, Manners and Culture in the People's Republic of China. New York: Warner Books, 1999.

 

Austur-Asía: Söguleg ţróun, nútímavćđing og vestrćnar túlkanir – KÍN0973 (3e)

 

Umsjón/Kennari: Jóhann Páll Árnason Ph.D.

 

Námskeiđiđ tekur einkum á eftirfarandi efnisatriđum

1.      Austur-Asía sem sögusvćđi.

2.      Samanburđur Max Weber á evrópskum og austur-asískum menningarheimum.

3.      Frćđilegar og sögulegar skýringar á uppgangi kapítalismans í Austur-Asíu (Japan, Taiwan, Suđur-Kórea)

4.      Kenningin um ţróunarríkiđ.

5.      Tilraunir til ađ rekja austur-asíska nútímavćđingu og kapítalíska ţróun til konfúsískra hefđa.

6.      Endurkoma Kína eftir 1978 – kommúnisminn og leiđ Kínverja út úr honum.

7.      Hugleiđingar um Austur-Asíu sem menningarheim.

 

Bókalisti verđur kynntur síđar.

 

Auk ţessara námskeiđa býđur Háskóli Íslands upp á námskeiđ sem snúa sérstaklega ađ japanskri menningu og samfélagsgerđ. Öll námskeiđin verđa gerđ ađgengileg í gegnum fjarnám til Háskólans á Akureyri. Um er ađ rćđa eftirfarandi námskeiđ:

 

Haustönn 2006

 

05.77.03 - Japönsk Saga (2,5e)

 

05.77.04 - Japanskt ţjóđfélag og menning (2.5e)

 

Vorönn 2007

 

05.77.13 - Japanskar bókmenntir (2,5e)

 

05.77.14 - Japanskar kvikmyndir (2,5e)

 

Frekari upplýsingar ađ fá á vefsíđu Háskóla Íslands: http://www.hug.hi.is/page/japanska