Námsvefur um grenndarkennslu fyrir miðstig grunnskóla






Þetta eru Kári og Assa. Þau eiga heima á Akureyri. Þau hafa reyndar ekki alltaf átt heima þar, því Assa er fædd í Vestmannaeyjum en Kári á sveitabýli í Fljótsdal á Héraði.

Kári og Assa fluttust til Akureyrar fyrir þremur árum og þurftu þá að byrja í nýjum skóla. Þau lentu saman í bekk og þar sem allir hinir krakkarnir í bekknum áttu sessunaut kom það eins og af sjálfu sér að þau settust hjá hvort öðru.

Fljótlega urðu þau Kári og Assa miklir mátar og í ljós kom að þau hafa svipuð áhugamál. Þeim finnst gaman að vera úti í náttúrunni og kanna ókunnar slóðir. Saman hafa þau ratað í ýmis ævintýri.

Smelltu á krækjurnar hér til hliðar
og taktu þátt í ævintýrunum með þeim.


© 2003 Eygló Björnsdóttir
Vefurinn var síðast uppfærður í mars 2013